Contact: kammerkorinnhuldur@gmail.com
Um Kammerkórinn HuldurKammerkórinn Huldur var stofnaður af kórstjóranum og tónskáldinu Hreiðari Inga Þorsteinssyni haustið 2021. Samkvæmt íslenskum þjóðsögum og ljóðum er huldur náttúruvættur, sem býr í fossgljúfrum eða djúpt í hafi og knýr fram öldugang með söng og leik á langspil. Kórmeðlimir eru á aldrinum 18-26 ára. Markmið kórstarfsins er að kynna kórmeðlimum stefnur og strauma innan nýrrar kórtónlistar og síðan, með það veganesti, að virkja meðlimi til tónsköpunar, svo að úr verði vinnusmiðja í tónsmíðum fyrir ung og upprennandi tónskáld. |